Nú er ég farinn að reyta hárið á mér! ég er að reyna að búa til svona folder-listing (í php) og er búinn að klippa iconin sem eiga við tilteknar skrár út úr screenshotum sem ég hef sjálfur tekið. Alltílagi. Ég klippi iconin út og hendi bakgrunnslayerum þannig að þá ætti ég að vera *bara* með iconið og síðan transparent bakgrunn.

En NEI. Photoshop vill alltaf hjálpa til þannig að það tekur litina úr iconinu og blandar hæfilega mikið af transparency við ystu pixlana … og svo þegar ég nota “save for web” (í PS 6.0) möguleikann og læt hana outputta gif myndum með transparency bætir photoshop alltaf hvítri klessu utan um iconin þannig að þau koma mjög asnalega út. Veit einhver hvernig ég get “afþakkað” þessa hjálp þeirra Photoshop manna??

kv,
thom