Góðann daginn!
Þannig eru hlutirnir að ég og vinkona mín erum að gera skólaverkefni í LKN103.
Við áttum að velja framtíðarstarf og vinkona mín valdi sér Grafíska hönnun.

Við áttum helst að finna okkur einhvern innan starfsgreinarinnar og taka viðtal við hann, en hún bara þekkir engann sem starfar við grafíska hönnun. Því bauðst ég til þess að pósta hérna inná huga fyrir hana og spyrja fyrir hennar hönd hvort það sé ekki einhver grafískur hönnuður sem væri til í að fá smá spurningalista í hendurnar og svara spurningunum.

Viðtalið yrði að vera undir nafni, en þú þarft ekki að gera meira en að fylla upp í listann sem hún sendir þér og senda til baka. :)
Þetta eru bara spurningar um menntun, mögulega laun og fleira í þeim dúr.

Endilega svara ef einhver er til!