Góðan dag.

Ég vona að það sé aðeins meiri traffík hér en aldur þráða gefur í skyn ;-) En ég vissi ekki hvar annarsstaðar ég ætti að pósta þessu, svo ég setti þetta bara undir grafík.

Mig langaði að forvitnast um hvort hér væru einhverjir sem eru kunnugir Margmiðlunarskólanum og geti sagt mér hjálplegt eitthvað um hann? Ég hef mestan áhuga á að vita hvernig kennslufyrirkomulagið er, hvernig stundataflan hefur ca. verið og hvaða bækur hafa verið notaðar.

Ég er búin að googla eins og enginn sé morgundagurinn, en finn engar upplýsingar fyrir utan gamlar umræður frá 2001 og fyrirspurnir frá mér sjálfri.