Sæl öll.

Hljómsveitinni minni vantar logo. Við erum með heimasíðuna http://www.piilot.com. Hvorki logo-ið né þeminn sem er í gangi núna er að virka :)

Við erum að leita að einhverjum snillingi hér til að gera logo fyrir okkur. Við erum tilbúin að borga eitthvað smotterí fyrir það ef hönnuðurinn vill það, en þetta mun samt borga sig margfalt fyrir hann í formi auglýsinga fyrir hann. Við stefnum nefnilega á útrás (erum besta hljómsveit í heimi) og hvert sem við förum, fer logo-ið með okkur. Hönnuðurinn fengi að sjálfsögðu credit fyrir það á síðunni og annarsstaðar.

Okkur langar að hafa π (pí merkið) eingöngu, ekki nafn hljómsveitarinnar (en ef þið fáið góða hugmynd þar sem hægt er að hafa bæði þá má skoða það). Gæti verið plain eða ekki, látið bara hugann reika. Upprunalega logo-ið átti að vera Piilot, svart hvítt með coca-cola stöfum, en grafíski hönnuðurinn sem gerði það tók það í aðra átt.

Er einhver/einhverjir til í að takast á við þetta verkefni?

Bætt við 10. desember 2009 - 16:14
Linkurinn brenglaðist aðeins þarna, er punktur sem á ekki að vera þarna.