Sælir Hugarar

Mig vantar að fá ráðleggingar og reynslusögur frá fólki sem hefur farið í listaháskóla Íslands í grafíska hönnun eða þekkir einhvern sem er/var.
Mig langar óskaplega að mennta mig sem grafískur hönnuður þar sem oftast en ekki þá gildir menntunin á pappír mikið meira en reynsla (nema maður hafi KILLER möppu þeas.)

Og þar sem ég hef engann veginn efni á að fara í búferla flutninga, eða á efni á námi erlendis þá datt mér í hug að forvitnast meira um háskólanám í grafískri hönnun hérna heima. Mig vantar að vita hvort þetta nám sé miðað við að maður kunni allan grunn á tól, tækni og basic hönnun, eða hvort þeir kenni manni lauslega grunninn á fyrstu önn áður en þeir sparka manni út í…
Er erfitt að komast inn, pæling hvort maður þurfi rosalega flotta möppu til að komast inn líkt og maður hefur heyrt frá öðrum brautum í LHÍ.


Öll ráð, og hjálp vel þegin.

með fyrirfram þökkum

Cilitra
cilitra.com