Ég ætlaði mér að búa til klukku í myndvinnsluforriti sem ég er með í tölvunni (er á Makka og forritið heitir Sheashore), hélt ég gæti kraflað mig framm úr jafn einföldu verki en svo virðist ekki vera enda kann ég ekki nokkurn skapaðan hlut í myndvinnslu.

Ég er semsagt með tvær myndir, ein er bakgrunnurinn (bara einhver mynd) og hinn er svona klukku template (eins og þessi http://www.clockparts.co.uk/Self%20a3.gif), það er bara tölur í 360 gráður. Og ég ætlaði bara að setja númerin inn á bakgrunnsmyndina og prenta út, finna síðan ódýra klukku í IKEA og taka hana í sundur.

En ég virðist ekki ná þessu, er allt of tækniheftur. Eru einhver ráð í boði?