Komiði sæl
Var að spá, nú er ég að búa til lógó í photoshop og var svo að skoða fyrirtæki á netinu til þess að prenta lógóið og þá setur eitt fyrirtæki þau skilyrði að merkið skuli vera að minnsta kosti 80 punktar í raunstærð (80dpi í 1:1).

Þá fór ég að skoða mitt merki og sá þá að mitt var bara 71 punktur að stærð. Veit einhver hvernig maður stækkar raunstærðina?