Sæl!

Kom fyrir mig rétt áðan að ég var bara að vinna í einhverju í photoshop og svo ætla ég að skrifa eitthvað á það sem ég var að vinna í.
Þá eru stafirnir allt í einu bara orðinr Þvílíkt litlir. Ég þá breyti stærðinni í svona 18 og ennþá er þetta bara pínulítið. Breyti þá í 72 sem er hæsta valmöguleiki til að velja og það er líka ósýnilega lítið, og með þessum orðum meina ég að það var ekki hægt að sjá nema einhverja pínulitla díla.

Jafnvel þót ég hafi valið það hæsta 1296 pt. þá var það nú ekkert svakalegt.

Veit einhver hvað hefur gerst og hvernig á að laga þetta?