Ég var að pæla, er einhver hérna sem notar Illustrator? Ég var að fá það og Photoshop (átti þau reyndar fyrir löngu en skipti um tölvu og gleymdi að setja þau inn). Mér finnst eiginlega Illustrator skemmtilegri þar sem maður er kannski meira með liti og form og þannig. En hvað getur maður gert með þessu? Ég kann bara að gera eitthvað bull en mig vantar hugmyndir um hvað er hægt að gera með þetta, kannski tutorial eða eitthvað þannig.

Pabbi minn er ljósmyndari (og sér líka stundum um umbrot) og notar svona forrit mikið (nema Illustrator). Hann sagði mér að Photoshop væri aðallega notað til að vinna myndir en ég lærði líka á það í grunnskóla og þar vorum við látin gera plaköt og fleira (þótt við hefðum Illustrator í skólanum) …