Daginn, ég er að klára plötuumslag og hef unnið það eftir öllu réttum reglum. (CMYK, 300 dpi, og svo framvegis)

En svo þegar kemur að því að savea myndina sem .jpg og skoða hana síðan í picture and fax viewer þá er myndin miklu dekkri og litlausari og ljótari í því en hún var þegar ég vann með hana í Photoshop.

Hvor verður lokagerðin sem kemur út þegar þetta verður prentað?
Það sem sést í Photoshop þegar ég er að vinna með þetta í CMYK eða þegar ég savea myndina sem jpg og opna í picture and fax viewer?

Með von um skjót svör. :)