Halló

Ég er að vinna í mynd sem ég teiknaði og skannaði inn (hún er 3500x1500) málið er að ég er núna búinn að teikna annan hlut (1500x1000)fyrir áður tiltekna mynd en þegar ég paste-a hina inná þá teygjist stækkar hluturinn í miklu meiri breidd (upp í 3500 en hann var 1500).

Þá er komið að vandamálinu, hvernig get ég paste-að hlutinn inn án þess að hann breytist. Eða, hvernig breyti ég stærð og lögun ákveðins hlutar í ákveðnum layer í einhverri mynd án þess að hafa áhrif á heildarmyndina?