Er að fara að kynna nokkur svona myndvinnsluforrit fyrir fólki sem að setur inn myndir á vefi, og þarf því ekkert 3víddar möguleika og svoleiðis enn sem komið er.

Photoshop verður auðvitað kynnt, sem og Paint Shop Pro (þetta eru vefnotendur sem þurfa bara að geta vistað jpg,gif,png í góðum gæðum).

Hvernig fór með ImageReady, það var svona litli frændi Photoshop fyrir vefinn, eru þeir hættir með það því að ég sé ekkert um það á vefnum hjá Adobe?

Svo er spurning hvort ég kynni fólkið lauslega fyrir GiMP fyrir Windows (allt Windows notendur). Einhverjar fleiri tillögur að forritum sem eru:

a) fáanleg sem trial version
b) ekki mjög dýr

?
Summum ius summa inuria