Ég er ekki sáttur við þetta. Það er erfitt að lesa þetta og þessi ljósblái litur er bara ekki að gera sig. Þetta virðist allt svo blurað.

Texti frá símanum:
“Vefurinn er forritaður í töflulausu HTML en það auðveldar sjónskertum að nýta sér þjónustu Símans á vefnum (nýta má T-táknin til að stækka texta á vefnum),”

Ég sé ekki að ólæsilegur vefur hjálpi sjónskertum nokkurn skapaðan hlut. Sjálfur er ég með tölvupóstinn hjá centrum.is sem er í eigu Símans. Þar er bara óþægilegt að sjá milli lína. Það er óþolandi að fletta í gegnum fleiri tugi pósta og sjá ekki skarpari skil milli línanna. Ég vorkenni þeim sem eru með lélegri skjá en ég.

Að lokum vill ég benda á að alger óþarfi er fyrir fyrirtæki með SOLID logo, fína liti og ágætis vef að breyta breytinganna vegna. Gamla logoið fannst mér mjög sterkt og mjög gott. Mér finnst þetta nýja look líta út eins og fyrirtæki sem selur þvottaefni. Logoið lítur út eins og eitthvað þvottefnisLogo.

Þessum 400. milljónum var greynilega vel varið.