Ég á í vandræðum með nýju Graphire 2 töfluna mína, driverinn virkar ekki.
Ég setti töfluna í samband, installaði drivernum, fór í Control Panel, double click á Wacom Tablet panelið og:

The Tablet Driver Was Not Found!!!

“Allt í lagi,” hugsa ég, “ég uninstalla driverinn bara og set hann aftur inn.
Double click á Add or Remove Programs, finn Wacom Tablet Driver og ýti á takkann: ”Are you sure you want to….“, yes, nokkrar sekúndur líða, ”The log file ´C:\\Program Files\\Wacom\\Uninst.isu' is not valid or the data has been corrupted. Uninstallation will not continue."

Ég fer þá næst á Wacom heimasíðuna, á forumið og spyr hvað sé að:

http://www.wacom-europe.com/forum/topic.asp?ARCHIVE=&TOPIC_ID=2249

Engin hjálp þar, og það er komin helgi svo ég býst við að gaurarnir hjá Wacom sem sjá um að svara svona spurningum á foruminu séu ekki að vinna, og ég nenni ekki að bíða þangað til á mánudag að koma töflunni almennilega í gang.

Einhver hér sem getur hjálpað?<br><br>______________________________
“Ef ég bara hefði útvarp, þá gæti ég búið til alheimsþýðingarvél!”
- Georg Gírlausi


“Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, en stundum stendur eikin á hól eða hæð og eplið rúllar niður. Langt niður.”
- Ég

Dear God bréf komin á síðuna:

Síðan mín