Ég var að velta því fyrir mér hvort einhverjir hér viti um góða skóla til að læra 3d animation. Ég hef nýlokið námskeiði í 3ds max hjá NTV og það er nú ekki nema gunnurinn af því sem 3ds max hefur upp á að bjóða. Ég hef verið að skoða Bournemouth University í Englandi og mér skilst að það sé með betri skólum í Evrópu til að læra 3d animation. Þeir bjóða t.d. upp á þriggja ára BA nám í Computer Visualation & Animation þar sem farið er í allt frá 3d modeling til OpenGL forritunar. Þetta er svona það sem ég hef helst verið að skoða.

Það væri gaman að vita hvort einhver af ykkur viti eitthvað um þennan skóla eða aðra og þá hverjir fá hæstu einkunn.