Sælir grafíkerar og gleðilega hátíð.

Mér var að detta svolítið í hug í sambandi við hugmyndina sem einhver kom með að hafa eitt verkefni tilraunastofunnar þannig að endurhanna “Afsakið hlé…” skjáinn hjá RUV.

Það sem mér datt í hug var að hafa samband við dagskrárstjóra Sjónvarpsins og óska eftir því gera þessa tilraun í samráði við þá og þá með það í huga að besta tilraunin yrði hugsanlega valin af RUV og notuð sem raunveruleg skjámynd.

Hvernig lýst ykkur á þetta? Það myndi gera þetta mun meira spennandi og áhugavert ef við værum að hanna eitthvað sem hugsanlega yrði svo “actually” notað!

Á ég að senda fyrirspurn til RUV um þetta?