Ég tek það fram áður en lengra er haldið, að ég er ekki menntaður myndlistamaður; hef aðeins tekið afar fá námskeið. Ég er sem sagt bara leikmaður, eins og það heitir ;-)

Ég er hrifinn af þessu verki. Það er mjög hreint og tært og afskaplega sterkt. Ólæsilega smáa letrið í kringum vélina og augað í bakgrunninum eykur á styrkinn.

Það er mikil rýmd í verkinu vegna þess að það er mikill “contrast” í stærðum; t.d. kallast stóra augað á við vélina og hið smáa letur. Mér finnst þetta verk sanna að “less is more!” er oft góður leiðarvísir í listum.

Ég hef bara ekkert neikvætt að segja um þetta flotta verk ;-)

“Keep it up, Dominante!”