Jæja, það hefur eitthvað verið skrifað um lélega hönnun,
flýtivinnu og lítinn tíma í hönnun á grafíkverkum hér á landi.

Hverjum er þetta að kenna???

Jú við viljum kenna kúnnanum um, hann er svo stressaður og
tekur ekki tillit til þess að við þurfum tíma og að hann kemur
bara daginn fyrir prent.

En við segjum bara jájá og AMEN, gerum þetta fyrir kallinn,
kanski eftir smá deilu um tíma og þess háttar, en við grafíkerar
gefum okkur samt alltaf, því annars fer kúnninn bara e-ð annað
(hann segir það allavegana). Við viljum ekkert að kúnninn fari
annað og tökum því að okkur verkið og sitjum því enn í sömu
súpunni, drífum verkið af og fáum yfirleitt of lítinn pening fyrir.

Við erum í hringiðu okkar eigin gjörða og súpum því á seiðinu á
meðan við vælum yfir ástandinu.


Þetta á kannski ekki við alla en marga þó, en hvernig væri þá að
gera e-ð í málinu og gera kúnnanum grein fyrir því að oft er
samasem merki á milli tíma og gæða í tengslum við hönnun.

Einhverjar skoðanir?