Ísland í bókum Hilú.

Núna eru að koma út (a.m.k.) tvær bækur um Skandinavíska
hönnun:

'55 [degrees] North' frá Supershapes
(www.supershapes.com), og
'North by North frá Die Gestalten Verlag
(www.die-gestalten.de).

Í báðum bókunum eru verk eftir íslendinga; á Supershapes
má sjá lista yfir hönnuði ásamt nokkrar síður úr bókinni, en ég
veit ekki enn um hina bókina.

Það er hægt að kaupa þær á Magma bókabúðinni
(www.magmabooks.com) og Amazon.co.uk (og Amazon.de ef
fólk er æst) en vonandi munu þær einhverntímann fást hér á
mjög-svo-uppsprengdu verði.

Mér finnst þetta snilld! Ég er mjög glaður og hlakka til að sjá
þessar bækur.

En endilega segið frá ef þið vitið eitthvað meira um þessar
bækur, eða önnur lík project.

Kveðja,
Halli.