www.hugi.is/grafik - R.I.P. Ég ætlaði fyrst að hafa þetta inná korkunum en ákvað síðan að skella þessu inn sem grein. Mér finnst þetta svolítið stórt “issue”.

Hverjir hérna sem ennþá stunda Huga vilja vekja þetta áhugamál upp frá dauðum? Þegar áhugamálið var uppá sitt besta að þá var virkilega gaman að koma hérna inn og skoða nýtt artwork eða gera verkefni í tilraunastofunni, taka þátt í “dueli”, skoða áhugaverðar greinar eða spjalla um hönnun … erum við öll búinn að tapa áhuganum á þessu? Hvarf áhuginn á sama tíma og markaðurinn fór að dala? Við verðum að fá að eiga einhverstaðar afdrep þar sem við getum spjallað, sýnt og tekið þátt í öllu því sem grafísk hönnun býður uppá og þá skiptir bakgrunnurinn engu máli, hvort viðkomandi vinni á stórri stofu eða kveikti á photoshop í fyrsta skipti fyrir 1 mánuði síðan…

Er ekki kominn tími til þess að stjórnendurnir taki sig á eða leyfi öðrum að taka við?

Hverjir hafa enn áhuga á að gera eitthvað hérna í þessu áhugamáli?

Ég er ekki að bjóða sjálfan mig fram eða segja hverjir eigi að stjórna, ég hef bara mikinn áhuga á þessu áhugamáli og finnst leiðinlegt að sjá það dala svona mikið…

Við getum gert eitthvað í málinu, eða er það ekki?

ég biðst afsökunar ef ykkur finnst þetta lame og viljið ekki gera shit í málinu…

Dominante // Alli
www.aaj-design.net