Plötuumslög, plaköt, whatever... Halló þið steindauða grafíkáhugafólk.

Ég var að velta því fyrir mér hvað fólki hér finnst um íslenska printhönnun sem snýst ekki um auglýsingar - ég er að meina hluti eins og flæjera, plaköt, plötuumslög, boli (er eitthvað svoleiðis til?), vöruumbúðir, nafnspjöld, bíla, hús…whatever.

Sjálfur hef ég komið að ýmsu þessu tengdu - gert margt af þessum lista - og hef því mínar skoðanir á þessu, en er forvitinn um skoðanir annarra.

Nú er mjög stór hluti næstu kynslóðar hönnuða/grafíkera/illústreitora í eða að hefja nám, og því nokkur ár í að almenningur og “bransinn” fái að sjá útkomuna daglega í umhverfinu og heima hjá sér. Þó eru alltaf að poppa um plaköt og flæjerar og heimagerðir bolir og ýmislegt annað sem stundum er áhugavert, en oft áhugavert fyrir þær sakir hve illa það er gert.

Hvað finnst ykkur gott? Hvað finnst ykkur slæmt? Hvað viljið þið sjá? Hvað viljið þið gera?

Það eru nefnilega stundum styttri og auðfarnari leiðir að ýmsum verkefnum en fólk heldur. Um að gera að búa bara hlutinn til og rembast svo við að selj'ann…

En, svarið plís!