Nú fer að koma að því að fyrsta íslenska pdf-tímaritið verður 
að veruleika.
Tímaritið hefur fengið nafnið <a href="http://frozt.com“ 
target=”_blank“>FROZT</a> og verður komið á vefinn 1.maí.
Ég hef unnið að því undanfarnar vikur að koma saman efni í 
tölublað #1 og að setja saman síðu undir þetta. 
Ég valdi nokkra hönnuði með mér í fyrsta tölublaðið. 1. maí 
verður hægt að skrá sig á póstlista ef fólk vill vera með í 
einhverjum af komandi tölublöðum. 
Síðan verða sendar upplýsingar varðandi þema hvers 
tölublaðs og hvernig á að skila þessu til okkar.
Ég reikna með að við þurfum að velja í tölublöðin til að gera 
pdf'in ekki of  stór (#1 er 5.7mb) ..en við ætlum síðan að hafa 
svona ”special issues“ fyrir efni sem ekki kemst fyrir í 
”venjulegu“ tölublöðin þannig að sem flestir fái að vera með.
Ég er búinn að fá Villa hjá <a href=”http://dbt.is“ 
target=”_blank“>DBT</a> Í þetta með mér og munum við sjá 
um að velja í tölublöðin sem og annað er snýr að <a 
href=”http://frozt.com“ target=”_blank“>FROZT</a>
Þess má geta að snillingarnir í <a href=”http://c.is“ 
target=”_blank">íslandssíma</a> hýsa þetta fyrir okkur :)
—-
zorglob.com