Ég vill sjá hvað þið notendur viljið hafa í keppni.

Komið fram með Þema, Stíl eða hvað sem ykkur dettur í hug.
Má vera dvd poster eða hvað sem þið haldið að kveiki áhuga.

Allar keppnir hafa örfáar reglur, en þær eru:

1. Haldið öllu innan siðferðislegra marka.Allt blóð og þvítengt er leyfilegt.
2. Verkið sem þið sendið inn verður að vera ykkar verk. Verið tilbúin til að sanna það.
3. Myndin má ekki vera stærri en 1024x768 og Hugi gæti einnig átt bágt með myndina sé skráarstærðin stór.

Þið veljið hvaða forrit þið notið, frá MS Paint upp í Maya. Ykkar val.

Til að krydda pottin mun ég hafa stigagjöf ásamt því að leyfa sigurvegara að fá smá vald yfir því hvað hann vill sjá á síðunni hér.

Hann fær að koma með hugmyndir og ef að hún virðist geranlega og eftir reglum þá mun ég skella henni upp. Ásamt því að koma með uppástungur um hvað ætti að hreinsa til hér og koma með í staðin.

Vill einnig fá að vita hvað myndi kveikja áhuga ykkar á að taka þátt í keppnum og þessu áhugamáli meira.

Hvað vantar:

Tutorials?
Viðtöl?
Fleiri myndir?
Fleiri keppnir?
Betri svör?
Hjálpar kork?

Endilega komið með uppástungur.