Góðann daginn hugarar, þetta áhugamál er orðið frekar dautt og vil ég sjá það lífgast við (aftur). Ég ætla að byrja með að halda keppni sem mun gefa skemmtileg huga stig í verðlaun.

Ykkur er frjálst að velja mynd.

1 sæti - 150 stig
2 sæti - 100 stig
3 sæti - 50 stig


Þessi keppni hefur örfáar reglur, en þær eru:

1. Haldið öllu innan siðferðislegra marka.Allt blóð og þvítengt er leyfilegt.
2. Verkið sem þið sendið inn verður að vera ykkar verk. Verið tilbúin til að sanna það.
3. Myndin má ekki vera stærri en 1024x768 og Hugi gæti einnig átt bágt með myndina sé skráarstærðin stór.

Þið veljið hvaða forrit þið notið, frá MS Paint upp í Maya. Ykkar val.

Keppni lýkur þann 14. Nóvember

Sendið þetta inn sem mynd, og hafið “- Keppni” sem viðskeyti.

Gangi ykkur vel.

Kveðja, whiMp.