Góðann daginn hugarar. Ég hef áhveðið að halda keppni aftur til að fá smá líf í þetta.Í þetta sinn og vona eftir að fleiri notendur taki þátt.

En komum okkur að keppninni, keppnin snýst um flottustu myndina og máttu gera hvað sem er.

Þessi keppni hefur örfáar reglur, en þær eru:

1. Haldið öllu innan siðferðislegra marka.Allt blóð og þvítengt er leyfilegt.
2. Verkið sem þið sendið inn verður að vera ykkar verk. Verið tilbúin til að sanna það.
3. Myndin má ekki vera stærri en 1024x768 og Hugi gæti einnig átt bágt með myndina sé skráarstærðin stór.

Þið veljið hvaða forrit þið notið, frá MS Paint upp í Maya. Ykkar val.

Keppni lýkur þann 15. Mars

Sendið þetta inn sem mynd, og hafið “- Keppni” sem viðskeyti.

Gangi ykkur vel.

Kveðja, whiMp.