Nýjungar, bannerkeppnin, lagfæringar Ég vil byrja á að þakka notendum fyrir svör um hvernig skal bæta þetta áhugamál og hef ég verið að breyta hinu og þessu.


- Tenglar lagaðir
- WORK IN PROGRESS
- #grafik.is upp á IRC aftur ( Er í vinnslu )

Work in progress
Notendur geta á sama hátt og áður sent stjórnendum mynd sína sem þeir eru að vinna að og sýnt öðrum notendum hana.

Þið sendið inn mynd, látið þá fylgja url á myndina, heiti myndar, nafn/nick ykkar og í hvaða forriti þið gerðuð myndina.

Vill einnig bæta því við að ég mun leggja til við að bæta Tutorials á áhugamálið. Hef fengið nokkur skilaboð frá leikja unnendum sem vilja fá ( banner og logo ) fyrir lið sitt eða sig sjálfan og mun ég reyna að hjálpa þeim notendum ásamt fleirum að læra hvernig skuli gera það.

Ég hvet alla notendur til að hjálpa til með að senda tutorials, myndir, korka frá sér sjálfum til að lífga upp á áhugamálið.

ATH. Ég tek en við hugmyndum frá ykkur til að betrumbæta áhugamálið einnig.
Ég mun einnig bráðum halda áfram með bannerkeppnina sem Steini var með 24. ágúst 2008.

Bannerinn þarf að vera 629px x 107px og það væri ekki verra ef hann er í .png formi.
Sendið bannerinn inn á áhugamálið sem mynd, en passið að hafa forskeytið “Keppni - ”.
Ég ætlast til að þið notið alvöru forrit (lesist, ekki paint). :)