Ahemm, jæja, ég ákvað að grýta inn einni grein til að verða ekki einn af aðgerðarlausu kjánunum :)

Eins og er þá vinn ég aðeins í grafík mér til dundurs og er ekki lærður að öðru leyti en því að ég lærði 3d grafík hjá Nýja Tölvu og Viðskiptaskólanum einn vetur. Fyrir tveimur árum sótti í um í Myndlista og handíðaskóla Íslands sem þá hét og komst inn. Ég ákvað þó að nema ekki í það skiptið þar sem fjármál leyfðu það ekki. Í fyrra sótti ég aftur um og var hafnað, sem var aðallega vegna þess að mappan mín var sett saman í hendingskasti og illa unnin (sko sjálfsgagnrýninn) . Í vor ætla ég að sækja um aftur og vona ég að ég komist inn. Jæja, nóg um þetta blaður.

Spurning mín og hugleiðing er þessi. Hvernig er markaðurinn fyrir grafíska hönnuði eiginlega í dag? Er hann í tímabundni lægð eða er þetta varanlegt? (amk næstu árin) Ætli atvinnumöguleikar verði betri eða verri eftir þrjú ár þegar maður vonandi myndi útskrifast? Er baráttan um verkefni í dag eitthvað sem endist lengi og yrði gáfulegra að leita frekar út eftir atvinnu? Er einhver endurnýjun á fólki í þessari grein hérna heima? Spyr sá sem veit ekkert í sinn stóra haus =)


Kveðja Zorglú
—–