Tutorial : Vortex Já, hérna kemur allsvakalegt tutorial sem mun kenna þér (vonandi) að gera svona twirly vortex.
Ég lærði þessa aðferð fyrir nokkru síðan úr öðru tutoriali sem ég gat ekki fundið aftur, en ég vil semsagt meina að ég fann þessa aðferð alls ekki upp sjálfur.

1. Byrjið á að opna nýtt skjal, stærð að eigin vali (ég nota 400x400 px) og litið bakgruninn svartan.

2. Farið í Filter>Render>Lens Flare og veljið stillinguna: Brigthness 100% - 50-300mm zoom.

3. Farið í Filter>Stylize>Wind og hafið það From the right.

4. Endurtakið 4, en hafið það From the left.

5. Farið í Image>Rotate Canvas>90° CW

6. Endurtakið 3 & 4

7. Farið í Image>Rotate Canvas>90° CCW

8. Farið nú í Filter>Distort>Twirl og hafið það í 400°

9. Þið ættuð nú að vera komin með ágætis vortex núna og þá er bara eftir að lita það ef þið viljið það, til þess notið þið Color Balance (ctrl+b) eða Hue/Saturation (ctrl+u)

Endilega verið dugleg við að senda inn niðurstöður ykkar og segið hvað ykkur finnst um þetta fyrsta tutorial mitt.

Kv. vSkandall