Hefjum Grafík á loft. Sláum upp sýningu á grafískri hönnun til stuðnings huga.is/grafik. Hugi.is hefur frábæra talenta og ef fjármagn til kynningar á uppátækinu fengist hjá huga eða símanum væri lítill vandi að ná til þeirra grafísku hönnuða á landinu öllu.
Margir menntaðir grafískir hönnuðir hafa misst atvinnu sína vegna dræms gengi augl og netstofa. Því er nauðsyn að byggja upp andan og slá upp glæsilegri hönnunarsýningu sem væri uppbyggjandi og myndi koma grafískri hönnun betur á vitorð manna (og vonandi skapa atvinnutækifæri). Sýningin væri einnig samkeppni þar sem vinningshafar yrðu dæmdir útfrá netkönnun sem og fagmönnum (gaman gaman).

Líklegt þykir mér að verk gætu verið fleirri en mögulegt væri sýna, og þyrfti aðferðin við að velja verkin að vera eitthvað svipuð við allmenna hönnunarsamkeppni.

Við gætum sett upp glæsilega netsýningu sem og fengið að setja upp verkin í Kjarvalsstöðum,Ráðhúsinu,listasafni Reykjavíkur eða Íslands til skamms tíma (kostnaður við útprentun, tölvur og uppsetningu (síminn, hugi eða annar styrktaraðili).

Tímaramminn gæti verið í febrúar þegar að Ímark hátíðin er og sýningin væri sömu viku og myndi fá umfjöllun vegna hennar og báðir hlutirnir styrkja hvorn annann.

Hvað segið þið um þetta?

Allveg .:leifrandi:. kveðju