Allur réttur áskilinn Það fylgir því ákveðin ánægja að ljúka góðu verki. Hver kannast ekki við það halla sér aftur í stólnum og dást að hugverki sínu í skamma stund og kasta mæðinni eftir erfiða lotu blóðs tára og svita. Þessu fylgir samt oft viðskilnaðurinn, en hann getur verið manna erfiðastur. Þá heldur verkið af stað út í lífið og þú hefur ekki tök á verkinu lengur… það er farið.. og enhver annar hefur tök á því..?

Listamaðurinn tryggir hugverk sitt með undirskrift, menn dást af hæfileikum mannsins á að myndgera hugverk sitt. Verkið ber ávallt hans undirskrift og engin má vinna hugverki þessa manns mein í formi breytinga eða nokkurs annars verknaðar. Það vandast nú samt málið því nær dregur iðnaði.

Auglýsingastofur hafa haft þann háttinn á að merkja sér sín verk. Sérstaklega verk sem þeir eru stoltir af, eru frumleg og endurspegla það besta sem stofan og þeirra fólk getur gert. Hér er um að ræða hópverk unnið undir heiti stofunar og allur réttur áskilinn. Rétt eins og listamaðurinn sem dró nafnið sitt með pennsli á blautt málverkið þá hafa verkin verið innsiguð lagalegum hugréttarlögum. Þessi verk eru verndum samhvæmt íslenskum sem alþjóðlegum lögum.

Skjámiðlar eru engin undantekning og má sjá eftir skemmtilega þætti í sjónvarpi, bíómyndum eða fréttum langan kreditlista fyrirtækja og einstaklinga sem komu að gerð efnisinns.. Allt er þetta gert til að viðurkenna höfundarrétt þeirra sem og þáttöku í verkinu.

Nú sný ég mér að kjarna málsins sem er eitt af mínu starfsviði og sífellt fleirri eru að snúa sér að. Vefurinn er af stærstu miðlum heims og sífellt fleirri eru að tileinka sér vefinn og eyða þar stundum. Vefsíður hannaðar og gerðar af fagfólki, fyrirtækjum sem einstaklingum eru vernduð hugverk þess aðila sem gerði verkið. Það virðist samt ekki vera mikill skilningur fyrir því hugverki. Hvernig eiga fyrirtæki að vernda höfundarrétt sinn ef verk þess er ekki merkt á ásættanlegan hátt. Ég lít svo á að þó vefsmíði sé lifandi form. Verkið er hannað með því sjónarmiði og það eitt og sér er hornsteinn hönnunarinnar. Á þessum grunni er byggður rammi sem inniheldur forritaðan grunn en myndrænt útlit. Þetta tvennt er bundið höfundarréttarlögum og eðlilegt að merkja sem slíkt. Venja hefur verið að höfundar hafa merkt höfundar upplýsingar í kóða (html kóða) …?? Hví ? Hér er búið að fela höfundarrétt hönnuðarinns í flestum tilvikum þess fyrirtækis sem gerði vefinn, og starfsmanna þess. Þessi venja er nú á undanhaldi vegna þrýstings frá þeim aðilum sem kaupa verkin. Ég get skilið að menn vilja ekki setja stór skilti á vefsvæði sín merkt þeim sem gerði vefinn, enda myndi ég ekki vilja troða þeim þannig um tær. Heldur myndi ég vilja kasta þeirri hugmynd fram að fyrirtæki sem stunda þennan iðnað eða þá þeir sem framleiða hugbúnaðinn sem birta þessi vefsvæði finni samræmda skýra leið til að vísa á höfund verksins og rétt hans. Ég vil ítreka það að við erum ekki að tala um að kaffæra viðskiptavin okkar enhverjum óskappnaði sem á enhvern hátt myndi gera verkið verra…. enda væri það anstætt hjarta listamanna að gera slíkt.

Ég er þeirrar skoðunar að merkja beri öll hugverk sem við gerum héðan af, helst að við gerum það öll eins og sýnilega. Hér vantar samræmdar aðgerðir til að ná markvissum árangri.

Við eigum þennan rétt og við eigum að beita honum.


.:.Leifrandi Kveðjur.:.

PS: Að sjálfsögðu er allur réttur áskilinn af þessari grein.