X - XP = Problems ? Apple X stýrikerfið virðist hafa fallið í góðan jarðveg og flestir (aðalega macmenn) eru sáttir og glaðir. PC menn stóðu hjá og blótuðu Xinu og finna sífellt eittvað til að vera !"#$% yfir kerfinu. En nú eru skemmtilegir tímar í vændum XP er komið, (reyndar er ég búinn að vera með það í marga mánuði) og visual byltinginn er hafinn í pc heiminum. Það verður líklega fyrst núna að menn átta sig á hve macinn var framarlega á sínum tíma. Ég á við að xp er mjög svo visualy rich og það verður fyrst núna að megnið af notendum windows sem hafa neyðst til að nota kerfið sökum anmarka þess og dreifingu sjá ljósið.

XP er hrikalega flott… hei hættu að dissa þetta ha ha.. Allveg eins og X er flott þá er XP stórt skref fyrir Grafíska hönnuði sem annað fólk. En með tilkomu þessa hluta stýrikerfisins áttar fólk sig á mikilvægi hönnunar. XP er vel leyst.
Ég vil benda fólki að fara inná síðu windows xp og ná í 3d screensaverinn og xp aukapakann til að fíntúna kerfið.

Ég hefði viljað heyra frá mönnum hvað þeim finnst um XP og Xið góða málefnalega umræðu varðandi hvað mönnum finnst best við útlitshönnunina sem og usability hönnunina. Ekki fylla allt hér með umræðu þetta er best hitt suckar.. heldur spáum iconum útliti og framsetningu…

Hvað segið þið um hin nýju kerfi og herferðir þeirra…
just shoot.