Það eru kominn cirka 3-4 ár síðan ég var hérna á fullu í þessu áhugamáli. Datt hérna inn aftur og ákvað að tékka hvað liðið væri að gera og það eina sem er talað um hérna eru Photoshop tutorial og filterar? Stefna einhverjir hérna inná eitthvert ákveðið svið innan grafískrar hönnunar eða eru flestir bara með áhuga á að fikta í filterum og gradient krem effektum? Hönnun er jú talsvert meira heldur en að geta fikrað sig í gegnum einhvern tutorial og hent bevel á letur…

Er alls ekki að meina neitt illt með þessari pælingu minni. Er bara forvitinn um hvort einhverjir hérna séu að gera skemmtilega hluti og stefni langt. Því miður virðist áhugamálið ekki sýna það nægilega vel í dag.

Ég er meira en lítið til í að miðla með ykkur grafískum linkum og pælingum um hönnun ef einhver kærir sig um. Ég er bara fáviti með áhuga á hönnun eins og þið, bara nokkrum árum eldri ;)

alli
alli@allimetall.com
www.allimetall.com