Ég hef lengi gælt við þá hugmynd að setja saman og kenna eitt eða fleiri stutt námskeið fyrir nemendur í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands (og jafnvel útskrifaða grafíkera með hefðbundinn bakgrunn), þar sem kynnt væru helstu atriðin við grafíska skjáhönnun, notendamiðaða hönnun, hönnun notendaviðmóts, og hönnun stórra og flókinna vefsvæða.

Mér hefur sýnst vanta þekkingu á þessum viðfangsefnum meðal grafískra hönnuða almennt (sérstaklega þeim sem sækja sinn bakgrunn í hefðbundna í prenthönnun) og þar er náttúrulega um að kenna takmörkuðu framboði á kennurum.

Á svona námskeiðum eins og ég sé fyrir mér ætti frekar að leggja áherslu á að kenna hugmyndafræði en að stúdera tæknilega hlið málanna. Markmiðið ætti að vera að vekja upp áhuga og umræðu í hópnum og veita þátttakendum eilítið víðara sjónarhorn en þeir höfðu áður á fag sitt.

Ég hef búið til tréskipaðan minnislista yfir þá málaflokka og viðfangsefni sem ég tel að mætti bæta inn í námsefni grafíska hönnuða. Listinn er á slóðinni <a href="http://mar.anomy.net/entry/20010909220017/">http://mar.anomy.net/entry/20010909220017/</a>

Hvernig er það, hvað segja Huga notendur um þessar pælingar?

Er þetta eitthvað sem menn hafa áhuga á?

Ef svo er, hvernig er þá hægt að standa að svoleiðis utan við hefðbundnu menntastofnanirnar?