Sælt veri Huga fólkið.

Ég ætla byrja á því að kynna mig. Ég heiti Þorgeir og er kallaður Toggi. Ég er búinn að æfa mig á Maya í að verða 6 ár.

Eftir mjög margar beðnir um kennslu á maya í gegnum MSN og síma þá hef ég ákveðið að búa til kennslu fyrir byrjendur í Video formi á íslensku.

Þetta video er 11.5mb og er útskýrt vel hvernig á að hreyfa sig um í Maya, kennt er á interfacið, sagt er frá polygonum, búið er til snjókarl úr polygonum, kennt er að setja upp Ljós og í endann sýnt hvernig á að rendera.

Ég hef hugleitt að búa til fleiri svona tutorials á íslensku og er heimasíða í smíðum.
Ég hef hugleitt að hafa 4 - 5 styrkleika stig á þessum tutorials.

1. Nýbyrjandi (noob)
2. Byrjandi.
3. Miðlungs stig.
4. Lengra komnir.
5. Professional.

Ég er búinn að búa til Nýbyrjenda Stigið og mun ég paste-a það hérna fyrir neðan.

Ef verða nógu margir sem vilja að ég haldi þessu áfram þá hef ég hugleitt að búa til fleiri tutorials. Þau munu koma þegar heimasíðan er fullkláruð.

En hér eru tutorialið.

http://solstingur.com/x-faktor/Toggi/Maya%20Tutorial/Newbe.wmv

Tutorialin fyrir miðstig, lengra komna og professional munu vera flóknari og flottari.
- Ég var að spá í að búa til Vélbyssu, Random Dýr, Hljóðfæri, eldhús innréttingu … Eða eitthvað þess háttar.

Endilega gefiði comment og segjið mér ef þetta hefur nýst ykkur.

Kveðja: ToGGi
The weak can never forgive. Forgiveness is the attribute of the strong. - Mahatma Gandhi