<p>ég rakst á þetta <a href="http://www.adobe.com/web/features/zeldman20010702/main.html“>viðtal við Jeffrey Zeldman</a> á Adobe vefnum. Zeldman svarar spurningum lesenda/aðdáenda um vefhönnun og grafíska hönnun, og kemur með nokkra frábæra og áleitna punkta, sem geta e.t.v. orðið efni í vitrænar samræður hér á Huga.</p>

<p>Ég læt fylgja tvær tilvitnanir sem mér þóttu sérstaklega eftirtektarverðar:</p>

<blockquote>”There is also way too much stylistic copying going on, and this happens on brilliantly rendered sites as well as on hack formula commercial sites. It's like individual designers are worried about being perceived as unhip (“Oh no, I forgot to use 45 degree angles”; “Oh no, I forgot to include a DHTML scroller”), and corporate sites are worried about not being slick enough, and when we worry about these things we are talking to ourselves — the human beings who use our sites largely don't care about any of our obsessions, though of course they do notice and respond to branding, and they do react to good design. But sometimes we mistake style for good design, and they're not the same thing at all.“</blockquote>

<blockquote>”as designers we approach the Web as a visual medium — instead of as a structural and transactional medium that can have styles applied to it. We think like print designers and create our sites accordingly.“</blockquote>

<p>Ég vil sjálfur meina að grafíkerar séu að kljást við ákveðna tilvistarkrísu í dag. Þeir eru að vakna upp við það að, ólíkt því sem tíðkaðist fyrir 4-5 árum síðan, þá er hefðbundin grafísk hönnun bara eitt pínulítið tannhjól í því stóra gangverki sem þarf til að búa til og reka vefsvæði.</p>

<p>Bæði er hlutverk grafíkersins mun minna (hlutfallslega) en áður, og svo eru grafíkerar komnir í þá stöðu að þurfa að hugsa um marga fleiri hluti en fyrirrennarar þeirra í prent-geiranum þurftu að gera.</p>

<p>Gagnvirknin og fúnksjónin í vefsvæðunum (vefsvæði eru verkfæri!) gera það að verkum að grafísk vefhönnun á núorðið eiginlega meira <a href=”http://peterme.com/archives/00000020.html">skylt við iðnhönnun</a> en prentgrafík.</p>

<p>En yfir til ykkar. Hvað segið þið um þetta? Eru íslenskir grafíkerar að átta sig á muninum á milli prenthönnunar og vefhönnunar? Eru íslenskir grafíkerar að hanna vefsvæði (verkfæri) til að nota og lesa, eða er verið að hanna fallegar skjámyndir?</p