The Art of War Myndlist hefur breyst í stóran vígvöll, sérstaklega með tilkomu tölvumyndlistar, þrívíddar og grafískar hönnunar.

Eins og Leiftur kom svo skemmtilega með í annarri grein þá setti hann sama sem merki á milli pro og grafískrar hönnunar. Hefði hann verið að pósta á einhverjum erlendum korki hefði hann eflaust verið hakkaður í spað.

Þetta byrjaði á smá umræðu um painter 6 vs. Photoshop, spurning sem oft hefur komið upp á www.sijun.com . Spurning sem ekki er hægt að svara, jafnvel þótt að Leiftur hafi reynt. Því að professionals um allan heim nota sitt lítið af hvoru forriti. Kannski ekki Íslendingar, en þeir eru ekki frægir fyrir að specializa í grafískum forritum, nema þá kannski 3d studio max og photoshop(with a little twist of maya).

Það sem kemur samt alltaf upp er þessi blessaði rígur á milli notenda. Þessi segir að þetta sökki og þetta rúli. Þekktasti rígurinn er á milli 3d studio max, maya og lightwave, einnig eru nokkrir eitilharðir Softimage notendur sem lofa því hástert. Það getur enginn sagt með vissu hvaða forrit er betra. Hver og einn getur fundið það forrit sem hentar sér best en það er enginn ástæða til að segja að annað sökki. Ég er enginn LightWave fan en ég hef séð margar mjög flottar myndir gerðar í því forriti, sama gildir um softimage.

Ásamt þessum notenda ríg kemur hitt rifrildið, hver er pro og hver er ekki? Hvað er það sem gefur einhverjum rétt á að kalla sig pro? Eitt er víst, háskólagráða eru engin sannindi um að maður sé pro. BA í Grafískri hönnun, Myndskreytingu eða keramiks skúlptúr(or something) er einskis virði eins og blaðið sem það er prentað á.

Ómenntaður snáði getur verið pro á móti fimmtugum háskólamenntuðum manni. Afhverju er það? Því að snáðinn hefur kannski sannað sig, hann hefur búið til verk sem öðrum fannst flott. Ef hann gerir verk sem öðrum líkar þá er hann að gera rétt, hann veit hvað fólk vill og getur skapað samkvæmt því. Fimmtugi gaurinn á annað borð fór í skóla. Hann komst í gegn en það eru engin dæmi um getu hans. Hann gæti allt eins hafa sofið í gegnum skólann.

Ástæðan fyrir því að þessu háskólamenntuðu einstaklingar veifa plaggi sínu og segja, “ég er pro” er ekki út af því að þeir vita betur. Heldur er þetta hræðsla. Hræðsla yfir því að einstaklingarnir sem eru að verða betri en maður sjálfur eru að verða yngri og yngri. Þeir eru betri, þeir eru hæfari. Auðvitað munu þau finna fyrir þessari hræðslu þegar aðrir hæfari koma í stað þeirra. Þetta er þróun, það er ekki hægt að flýja hana.

Ég vona eftir svari. This time it's war.(ég man ekki eftir hver sagði þetta, var það ekki í Rambo III?)
[------------------------------------]