So you want to create worlds? Upp á síðkastið hefur orðið smá sprenging í fólki sem hefur áhuga á grafík og þar 3D forritum. Má að ýmsu leyti þakka skólum eins og Margmiðlunarskólanum. En þar sem þessi skóli býður ekki upp á high level professional þekkingu þá þurfa margir að leita utan lands. Skólarnir eru allir misgóðir en bjóða samt upp á þekkingu sem fæst eflaust ekki hér innanlands.

Margir myndu eflaust segja að sjálfsmenntun sé best og að mörgu leyti er það rétt en staðreyndin er að hún getur tekið lengri tíma en að fá kennslu hjá einhverjum sérfræðingi. Kennararnir eru búnir að læra á forritin eftir að hafa gert mistök sem hafa eflaust kostað þá margra tíma vinnu. Með því að fara í nám sparar maður þessa tíma þar sem kennarinn getur bent þér á villurnar sem fyrst.

Þrívíddarvinnu má skipta í nokkra undirflokka

a. Modelling

b. Texturing

c. Animation

d. Effects

c. Lighting

Þar sem ég var að spá í námi tengt þessu efni, ákvað ég að ná sambandi við flesta sem voru í bransanum og fá ráð hjá þeim. Oftast fékk ég að heyra það sama hjá hverjum og einum.

Ef þig langar í Modelling, Texturing og/eða lighting þá skaltu ekki hugsa jafn mikið um nám í þrívídd heldur frekar eitthvað hagnýtt teikninám. Eins og þeir hjá Black Isle sögðu(Baldur's Gate leikirnir, Icewind Dale, Plancescape Torment.) þá er auðveldara að kenna manni sem kann að teikna á þrívíddar forrit heldur en að kenna manni sem kann allt á forritið að teikna. Þetta fyrirtæki á til að ráða fólk af Illustration deild í Ringling School of art and design og hafa flest allir sem þeir ráða í starf verið einungis listamenn en ekki þrívíddar módellerar. Þetta er aðallega út af því að þeir sem hafa verið í listnámi hafa lært ýmislegt um perspective og hafa meira skyn á dýpt hluta. Til dæmis er algengt að byrjendur eigi til með að gera svokallað “gingerbread man” effect, þeas modelið er með tvívíðar útlínur en vantar alla dýpt.

Það er auðvitað sjálfsagt að kunna að mála þegar það kemur að Texturing. Þeir hjá Zoom hafa einnig sagt að þeir ráða frekar fólk sem hefur einhverja menntun í listgreinum. Lighting er meira upp á það að viðkomandi lærir á hvernig ljós virkar í umhverfinu. Auðvitað er alltaf hægt að nota radiosity effect en sá effect er langt frá þvi að vera fullkominn. Til dæmis í Disney myndinni Dinosaur þá notuðu menn oft 10+ light sources í hverju atriði.

Aftur á móti ef þú hefur meiri áhuga á Animation(þeas hreyfingu módelana) þá er sjálfsagt að finna sér skóla sem kenna 3d animation. Animation byggist ekki eins mikið teikningu eins og modelling heldur frekar tilfinningu fyrir hreyfingu og smáatriðum. Sama gildur um effecta.

Hérna kemur smá listi yfir nokkra viðurkennda skóla í bæði Computer Animation og listgreinum

Willem de Kooning Academie <a href="http://wdka.hro.nl“>vefsíða</a>

Ringling School of Art and Design <a href=”http://www.ringling.edu/“>vefsíða</a>


Sheridan College <a href=”http://www.sheridanc.on.ca/“>vefsíða</a>

Art Center College of Design <a href=”http://www.artcenter.edu/">vefsíða</a>

má geta að amerísku skólarnir eru um 2 milljónir á ári í kostnað, sem sagt ekki mjög nytsamlegt fyrir okkur fátæka Íslendinga.
[------------------------------------]