Hér ætla ég að fara í gegnum frumsamið tutorail um hvernig eigi að gera storm í signature fromi en þér er velkomið að gera þetta í þeirri stærð sem þú villt.
Til þess að geta gert þetta tutorail þarftu:

• Photoshop (ég notaði CS2)
• ImageReady

Athuga skal að ég skrifa alltaf Ctrl vegna þess að ég nota PC tölvu en á MAC heitir takkinn Command.


1. Búðu til nýtt skjal sem er 350x120 pixlar, svart í RGB litum.


2. Eldingarnar:
a. Búðu til nýtt skal sem gæti verið t.d. 1000x1000 pixlar, hvítt.

b. Filter - Render - Clouds og ýttu á Ctrl + F þangað til að þú færð ský sem þér líkar.

c. Rilter - Render - Difference Clouds og Ctrl + I.

d. Ctrl + L og notaðu þessar stillingar, ýttu svo aftur á Ctrl + L og notaðu þá þessar stillingar.

e. Smelltu nú á Rectangular Marquee Tool og hafðu Style sem Fixed Size og notaðu Width 65 px og Height 120 px.

f. Finndu nú góða eldingu en hún þarf að ná alveg frá toppi ferhyrningsins að botni hans. Þegar þú hefur fundið það hægrismelltu og veldu “Layer via copy”.

g. Gerðu nú nýtt skjal sem er 500x500 pixlar, hvítt.

h. Taktu layerinn sem kom í “f-lið” úr 1000x1000 pixla skjalinu og færðu hann yfir í nýja 500x500 pixla skjalið.

i. Taktu upp Magic Wand Tool og smelltu einhversstaðar á svart í kringum eldinguna og ýttu svo á “delete”, gerðu þetta þangað til það allt sem lítur út fyrir að vera alveg svart er horfið. Ef við værum að vinna með ljósa mynd þá myndum við að taka allt dökkt af en hér er það tilgangslaust. Færðu svo layerinn á upprunalegu myndina þína (350x120 pixla) og færðu hana á góðan stað með því að halda Ctrl inni (move tool).

j. Gerðu nú frá lið e.- j. eins oft og þú villt, því oftar, því fleiri eldingar. Ég gerði 3 og ég mæli með að þú gerir það.

k. Nú máttu loka 1000x1000 og 500x500 pixla gluggunum.


3. Rigningin:
a. Tvísmelltu á Backround layerinn, skýrðu hann “Rigning” og settu hann efst í Layers Palette.

b. Breyttu Blending Mode hjá “Rigning” í Overlay og Duplicate-aðu svo 2svar sinnum, semsagt þannig að nú eru 3 Rigning layerar.

c. Filter - Noise - Addnoise og notaðu þessar stillingar á alla layerana. (Ekki nota Ctrl + F)

d. Veldu layerinn “Rigning” og farðu í Filter - Blur - Motion Blur og notaðu þessar stillingar.

e. Gerðu það sama á Rigning Copy, en notaðu þessar stillingar á Rigning copy 2.

f. Ctrl + L og notaðu þessar stillingar á alla Rigninga-layerana.


4. Nafn:
a. Ýttu á D (default colours) og svo X (til að fá hvítan sem foreground colour)

b. Skrifaðu nafnið þitt eins og þú villt, þú getur gert það á marga flotta vegu hér en ég geri þetta bara einfalt hér með Comic Sans MS, 36 punkta.

c. Í Layer Palette er Auga vinstra megin við alla layerana. Smelltu á augun þannig að aðeins 2 augu er eftir, í text layernum og layernum “Rigning”. Svona


5. Animation: Animation byggist á Frames (myndum), sem koma með ákveðnu millibili.
a. Shift + Ctrl + M (fara í ImageReady) og ef Animation gluggi birtist ekki neðst, farðu þá í Window - Animation

b. Í animation glugganum er aðeins einn frame núna og fyrir neðan hann stendur 0 sec; smelltu á það og breyttu því í 0,1 sec. Þetta er Delay tími á milli Frame (mynda).

c. Smelltu nú á örina sem uppi í hægra horni fyrir neðan close takkan. Ýttu svo á New Frame.

d. Smelltu á augað vinstra megin við “Rigning” layerinn og smelltu svo vinstra megin á tómt svæði vinstra megin við layerinn sem er fyrir ofan rigningar layerinn (rigning copy) sem gerir það að verkum að auga birtist.

e. Í 3. frame “af-augarðu” Rigning Copy layerinn og setur auga á Rigning Copy 2, svona helduru áfram með hverjum einasta frame sem þú gerir (alveg upp í 21 hjá mér).

f. Þú ræður alveg hvernig þú hefur eldingarröðina þína en eldingarröðin mín var eftirfarandi (þú notar augun á eldingar-layerana):

1. Frame: Engin elding.
2. Frame: Elding til vinstri.
3. Frame: Elding til vinstri.
4. Frame: Elding til vinstri og hægri.
5. Frame: Elding til hægri.
6. Frame: Elding til hægri.
7. Frame: Engin elding.
8. Frame: Elding í miðjunni.
9. Frame: Elding í miðjunni og til vinstri.
10. Frame: Elding til vinstri.
11. Frame: Elding til vinstri.
12. Frame: Engin elding.
13. Frame: Engin elding
14. Frame: Elding til hægri.
15. Frame: Elding til hægri.
16. Frame: Elding til hægri og í miðjunni.
17. Frame: Elding í miðjunni.
18. Frame: Engin elding.
19. Frame: Elding til vinstri.
20. Frame: Elding til vinstri.
21. Frame: Elding til vinstri.

g.Til að vista þarftu að fara í File - Save Optimazed as… - nafn.gif


Mín útkoma:

http://img343.imageshack.us/my.php?image=hannessignature23he.gif



Takk fyrir mig, vonandi þetta hafi þetta hjálpað ykkur. Endilega sendið ykkar útkomu.