Flubber hvað? Eitt af skærustu og mest séðu hönnunarverkum hverfa oft eins dögg fyrir sólu. Þetta á sérstaklega við þessa hversdagslegu hluti sem við notum án hugsunar. Hefurðu stoppað til að spá í lögunina á tannburstanum þínum eða gafflinum þegar að þú borðar… Ég legg til að við hönnuðir tökkum okkur frí einn dag á mánuði frá almennu amstri, og einbeitum okkur að sjá alla hönnun í öðru ljósi. Verið árvökul td: ef þú horfir á sjónvarpið spáðu í hönnunina á sjónvarpinu. Ef þú ert að spegla þig í spegli spáðu í spegilinn …. ;-)

Eitt sem mér þykir afar spennandi er hlutur sem oftast fer fram hjá fólki. Fólk er alltaf að gera eitthvað annað eða hreinlega farið áður en listaverkið hefur litið dagsins ljós..?

Ég er að tala um textan eða intro-in á undan og eftir bíómyndum…
Hver man ekki eftir týpógrafíunni á undan 7even, The Island of Dr. Moreau og ein af þeim bestu er í barnamyndinni Flubber frá Disney (dvd útgáfan er snilld).

Þessi verk líða yfir skjáinn og oftar en ekki nú á dögum kemur ekki mynd út nema að intróið sé brilljant,, því þetta er inngangspunktur myndarinnar. Þessi list er afar skemmtileg og synd að ervitt sé að halda utan um þennan þá listgreinar okkar.

Ég hefði viljað að við hönnunar og listfólk héldi utan um þessar myndir sem svo eftirmynnilega hafa tekið einn og hálfan til þrjá tíma af lífi okkar og skilið okkur eftir þyrst í meira.

Sendið inn nöfn þeirra mynda sem þið munið eftir að hafi eitthvað sérstakt til að færa hvað varðar hönnun og frumleika.

Einnig hefði ég viljað sjá hvort menn viti eitthvað um hvernig menn fá svona skemmtileg störf og hverjir eru frægastir í þessum geira…

sorrý fólks að ég sé á góðu nótunum þessa dagana, er að safna í sarpinn og skal koma með bombu í lok vikunnar.ha ha…

Kveðja
.:. Leiftur

Island of doctor more, seven, flubber ogfl…