Ég notaði Adobe Photoshop 7.0 við þetta, er ekki 100% viss um að eldri gerðir geti þetta né þeir sem eru óþolimóðir :) (þetta er frekar langt)


1. Gerðu nýja mynd, ég notaði 500x500 pixla hvíta mynd. Notaðu RGB liti.

a. Neðst í glugganum sem þú sérð layeranan þína er takki sem heitir “Create new fill or adjustment layer”. Smelltu á hann og veldu solid color

b. Breyttu litnum í #ece9a2


2. Næst er það grasið:

a. Veldu Pen tool, og breyttu stillingunum í Shape layers ef það er ekki nú þegar þannig.

b. Breyttu Foreground color í #51bf86 og búðu til brekku/hól sem á að vera aftar. Búðu til brekkuna/hólinn með pennanum (pen tool).

c. Gerðu það sama við fremri brekkuna/hólinn nema notaðu lit #009c4b.


3. Næst eru það trén:

a. Breyttu Foreground color í #77513d

b. Taktu upp “Custom Shape tool” og gáðu hvort það sé ekki alveg öruggt að Shape layer sé stillt á.

c. Undir “shape” ættiru að finna mynd sem sýnir tré, hún heitir “tree” ;)

d. Gerðu tré nálægt þér til vinsrti (semsagt stórt) með brúna litnum. Gott er að nota Shift til að myndin haldi réttum hlutföllum.

e. Gerðu það sama með litlu trén nema notaðu lit #51bf86, ekki hafa stóra og litlu trén í sama layer. Taktu layerinn með litlu tránum og settu hann næstneðst (fyrir ofan color fill).


4. Síðast en ekki síst er það sólin og sólargeislarnir.

a. Ýttu aftur á takkann sem heitir “Create new fill or adjustment layer” og veldu Gradient.

b. Hafðu Style sem Angle, Scale sem 74%, og hakar í Reverse, Dither og Align with layer. Smelltu svo á það sem er á milli “Gradient:” og “OK”. Það heitir Gradient editor.

c. Þetta er mjög erfitt að útskýra það sem þú þarft að gera næst þannig ef þig langar að gera þetta mjög einfalt lestu leiðbeningar “i.” en fyrir hina snillingana eru leiðbeningar “ii.”

i. sæktu þetta http://www.heathrowe.com/tuts/retroart/SunRay.grd og farðu í load og loadaðu þessu. Ýttu svo á ok.

ii. Í U.þ.b. miðjum editornum er lárrétt lína, með 2 svarta “blýanta” vinstra megin og einn svartan og einn hvítan “blýant” hægra megin. Smelltu fyrst á báða blýantana sem eru neðan við línuna (einn í einu :)) og breyttu í appelsínugulan, ég notaði #E8994C. Ofan við línuna lengst til vinstri sérðu svartan blýant, gerðu annan slíkan svona 1-2 cm frá næst þeim fyrsta, svo 1 hvítn sem er 1% lengra til hægri, svo annan hvítan 1-2 cm frá hinum o.s.frv. Eini munurinn á svörtu og hvítu blýuntunum er það að svörtu eru með Opacity 100% en 0% fyrir hvítt. Gerðu þetta þangað til að 4 -5 appelsínugul strik hafa myndast. Ýttu á ok.

d. Veldu það Angle sem hentar best fyrir myndina þína, fyrir mína mynd fannst mér 36° henta best. Ýttu á ok og settu nýja layerinn (Gradient fill 1) næstneðst.

e. Til þess að færa staðinn þaðan sem sólargeislarnir koma þarftu að tvísmella á vinstri “þumalnöglina” (thumbnail) í layernum með geislunum og fara þannig aftur í Gradient fill, þá ertu kominn sjálfkrafa í Move tool og þá færiru geislana að vild. Ýtti svo á OK þegar þú ert ánægður með staðinn.

f. Ýttu nú að hægri “þumalnöglina” (thumbnail) og veldu Elliptical Marquee Tool. Gerðu hring fyrir sól og athugaðu að gott er að halda Shift inni til að fá réttan hring.

g. Næst skaltu ýta á Shift + F5 og velja “black”, svo OK. Gerðu nú Deselect (PC: Ctrl + d; MAC: Command + d)

h. Hægriklikkaðu nú á Gradient Fill layerinn og Blending Modes, hakaðu í Stroke og breyttu settings þar í eftirfarnadi: Size: 13 Px, Position: Inside, Blend Mode: normal, Opacity 100%, Fill Type: Color og hafðu í Color: sama lit og þú hafðir þegar þú notaðir Gradient Editor, þá notaði ég #E8994C.

Hér er mín útkoma:
http://img318.imageshack.us/img318/465/retroartstyle2iv.jpg

Takk fyrir mig og afsakið stafsetninga- og innsláttavillur.