hér eitt stutt og laggott tutorial. Þetta er pínu samanblendingur af nokkrum tutorial sem ég hef lesið um tíðina, en með mínum aðferðum :) Þetta er nú samt ekki “The” aðferðin sem ég nota :) Hún er mikið flottari :)

1. Opnaðu myndina sem þú ætla að breyta, Reynið að hafa í góðum gæðum og þokkalega stóra(þannig að þið getið zoomað að augunum)
Ég notaði þessa mynd, það er samt ekkert must. http://img.photobucket.com/albums/v302/telmanr13/Tutorial/Start.jpg

2. Duplicatið myndina (Layer > Duplicate layer) Með Afritið valið, Veljið Dodge tool (Range: Midtones | Exposure: á milli 20 of 40)
http://img.photobucket.com/albums/v302/telmanr13/Tutorial/dodgetool.jpg

3. Notið dogde tool á augað, samt ekki of mikið. Aðallega á miðjuna. Það Skiptir ekki ef augnsteininn verði hvítur.
http://img.photobucket.com/albums/v302/telmanr13/Tutorial/dodgetoolauga.jpg
Mér finnst best að nota soft brush
http://img.photobucket.com/albums/v302/telmanr13/Tutorial/softbrush.jpg

4. Takið Strokleðrið ( Eraser) og notið “soft” brush ( semsagt með svona blurry útlínum)
Og strokaðu þetta hvíta af augasteininum
http://img.photobucket.com/albums/v302/telmanr13/Tutorial/strokat.jpg

5. a) (Mér finnst þessi aðferð betri) Image<Adjustments<Variations og finndu góða lit. (einu sinni tvisvar blue og einu sinni cyan virkar oft vel á brún augu) Strokaðu svo með soft brush allt nema Lithimnuna (gott að nota venjulegann ‘hard’ brush fyrir ‘finishing touch’)

eða

b) Image<Adjustments<hue/saturation og finndu þér góðann lit- Mæli með að þú dragir pínu úr Saturation. Eyddu síðan öllu nema lithimnunni með Soft strokleðri (gott að nota venjulegann ‘hard’ brush fyrir ‘finishing touch’).
http://img.photobucket.com/albums/v302/telmanr13/Tutorial/hue-sat.jpg



TIP, Það er oft töff að skilja pínu upprunalegan lit eftir í kringum augasteininn. Einnig er hægt að gera nokkur layers með sitthvorum litunum til að fá marglituð augu.

Ef þú ert ekki sátt/sáttur alveg með litinn getur verið gott að fikta í levels (Layers>adjustments>Levels) eða Hue/sat (layers>adjustments>hue/sat)
Gott er að draga úr saturation til að fá sem náttúrulegastan lit.
Það getur líka komið flott út að fara með dodge tool/soft brush (shadows eða midtones/exposure;mjög lítið) yfir augna hvítuna.
http://img.photobucket.com/albums/v302/telmanr13/Tutorial/Naestum-buid.jpg

Ég mæli með að þig dragið pínu úr saturation á myndinni sjálfri, jafnvel fikkta pínu í brightness/contrass (image> adjustments>brightness/contrass)

http://img.photobucket.com/albums/v302/telmanr13/Tutorial/Fin.jpg

dadaaaa.. nú ætti að vera komin fín mynd(eða allavega flott auga :D)