Tutorial: Að búa til Jörðina Þessi tutorial er ætlaður fyrir photoshoppara sem eru lengra komnir. En byrjendur geta reynt :)


1. Náið í þessa skrá. (Ég þakka stuff.is fyrir hýsinguna)

2. Opnið hana með WinRAR (Google’it)

3. Athugið, að til þess að opna þessa skrá, sem er “texture” af jörðinni sem ég setti saman, þarf gríðarlega mikið vinnsluminni. (Minnst 512mb, kíkið neðst fyrir meiri upplýsingar)

4. Mergið saman alla layerana á texturnum (Þið ráðið hverju þið sleppið)

5. Núna skuluð þið ýta á Ctrl + A (Til að velja allt) og svo Ctrl + C

6. Veljið Elliptical Marquee og dragið hring sem nær yfir það svæði sem þið viljið að verði á plánetunni.Mynd

7. Gerið Ctrl + C

8. Eyðið gamla layernum

9. Með hringinn ennþá valinn, farið í Filter->Disort->Spherize Notið 100% (Síðan er það smekksmat hvort þið viljið gera þetta aftur nema með 50%)

10. Núna væri gott að gera nýjan layer og gera hann svartann og setja hann sem neðsta layer.

11. Tvöfaldið Plánettu layerinn (Ctrl + J)

12. Hægri smellið á nýja layerinn og gerið Blending options.
Blending Options: Custom
Outer Glow
Inner Glow

13. Síðan skuluð þið búa til nýjan layer, setja hann efst og tengja hann við nýrri plánettu layerinn. Ýtið síðan á Ctrl + E Mynd af Layer Palette Skýrið þennan layer “Lofthjúpur”

14. Setjið blending mode á “Lofthjúps” layernum í “Linear Dodge”

15. Búið síðan til nýjan layer sem er á milli “Lofthjúps” layernum og plánetunni.

16. Haldið Ctrl inni og ýtið á myndina af plánetunni í layerstikunni til þess að fá selection upp.

17. Búið til nýjan layer og fyllið hann með svörtu. Skýrið hann svo “Skuggi”Mynd

18. Ýtið á Ctrl + D. Farið svo í Filter->Blur->Gaussian Blur og setið 250px.

19. Með Skugga layerinn valinn, ýtið á Ctrl + T og dragið hann í eitthvert hornið með því að halda Shift inni.Mynd.

20. Núna skuluð þið taka stórann eraser brush (1720 px) og byrja að eyða af Lofthjúps layernum þar sem skugginn er mestur Mynd.

21. Ctrl smellið á jörðina aftur til að fá upp selection. Veljið síðan skugga layerinn og gerið Ctrl + Shift + I og svo skuluð þið ýta á Delete.

22. Þá er þetta komið hjá ykkur. Njótið vel og gefið ykkar álit á þessum tutorial :)

Vandamál með vinnslu minni? Ef svo er, farðu þá í Image->Image Size og minnkaðu myndina um 50%. Þ.e 4096x2048.

Enn og aftur þakka ég Stuff.is fyrir hýsingu.