Kæru grafíkhönnuðir huga.is

   Ég er að stjórna hóp af frekar ungum tölvunjörðum að gera tölvuleik. Við nýtum okkur leikjavélina Torque og hefur hún gagnast okkur vel í okkar kóðun.

   En nú er komið að því að módelarinn okkar hefur verið óvirkur og getur ekki unnið eins vel og áður og vildum við auglýsa eftir ungum mönnum til að hjálpa okkur á sviði módelunar og hreyfigerðar(animation.)

   Um er að ræða algera sjálfboðavinnu, þar sem að unglingur á mínum aldri hefur ekki efni á að hafa menn á föstum launum. Þó má vera að ef að við munum selja þennan leik, þá má sá hinn sami eiga von á rausnarlegum hluta söluágóðans.

Aðalmarkmið þessa leiks er að hafa skemmtanagildið í hámarki. Og hefur þróun hans gengið mjög vel, þrátt fyrir að leikurinn sé skammt kominn hvað varðar “ingame” þróun, aðalega vegna skorts á almennilegum módelum.

Ef að þið viljið fá frekari upplýsingar, eða “consept art” þá er bara að spyrja.

Ari J. Árnason

Leiðtogi IceSea entertainment
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi