Ég held að flestir Photoshopparar kunni þetta en ef einhver hefur gaman af þessu þá er það frábært.

Búið til nýtt skjal og veljið þá stærð sem ykkur sýnist.. því stærra því betra. Ég notaði 1024x768.
Veljið svartan bakgrunnslit og svo einhvern brúnleitan í forgrunn.

Smellið svo á Filter/Render/Clouds
Buið næst til Alpha Channel og gerið þetta við rásina Filter/Render/Difference Clouds enturtakið þar til svarti liturinn er orðinn áberandi.
Bætið svo líka smá Filter/Noise/Add Noise á Alpha Channel -> hafið þar hakað við Gaussian og Monichromatic og pikkið inn 3% og svo OK.

Veljið svo aftur RGB rásina og farið í Filter/Render/Lighting Effects
Hafið Intensity í 35, Focus í 100, Gloss í 35, Material í -25, Exposure og Ambience í núlli.
Veljið í Texture Channel: Alpha 1, og svo í Height sem er neðsti valmöguleikinn veljiði 35 og smellið að lokum á OK.

Svo er hægt að leika sér endalaust með liti og aðrar stillingar í þessu.
Að lokum vona ég svo að einhver hafi gagn og gaman af.
On the Internet, nobody knows you're a dog.