Cinema 4D Tutorial - Pláneta Í þessu tutoriali langar mig að sýna ykkur hvernig ég gerði plánetu sem er að springa.

I. Model

1. Settu inn kúlu (Objects>Primitive>Sphere) og breyttu Segments í 250 og Type í Icosahedron. Þú getur ráðið hversu mörg Segments þú vilt hafa. Því fleiri, því minni og fínni verða skurðirnir [Mynd].

2. Gerðu kúluna “editable” (Structure>Make Editable) og skiptu yfir í 4 falt view. Veldu “Polygon Tool” (Tools>Polygons) [Mynd]

3. Það er ágætt að zooma aðeins inn í hverjum glugga þar sem við erum að fara að gera skurði. Veldu “Live Selection” tólið [Mynd] og stilltu Radius á 1.

4. Veldu nú einhverja polygons með því að smella og halda takkanum inni meðan þú dregur yfir þá. Veldu polygons í hverjum ramma fyrir sig (haltu Shift inni til að halda því sem komið er þegar þú skiptir á milli ramma) [Mynd]

5. Í glugganum í vinstra efra horinu (perspective glugganum) skaltu athuga hvort öll kúlan sé ekki með “rendur” af völdum polygons á sér og dragðu yfir þar sem vantar á stóru svæði [Mynd].

6. Veldu núna tólið Extrude (Structure>Extrude). Í “Active Tool” glugganum skaltu velja Offset: -20 og smella á Apply [Mynd]. Delete-aðu nú polygonunum sem þú varst að extrude-a með því að smella á “Delete” [Mynd].

Nú erum við komin með Plánetuna sjálfa [Mynd]. Hún virðist kannski frekar skrýtin svona en við erum komin með aðalatriðin. Næsta skref er ljósið inní plánetuni sem gefur þetta skemmtilega “sprengingar” look.

II. Ljós

1. Nú búum við til ljós til að setja inní kúluna okkar (Objects>Scene>Light). Í “General” Skaltu breyta stillingunum í R=190 G=165 B=0. Breyttu líka “Visible light” í “Volumetric” og “Noise” í “Visibility” [Mynd].

2. Veldu “Visibility” og breyttu “Outer Distance” í 155 [Mynd].

3. Veldu “Noise” og breyttu “Type” í “Hard Turbulence” [Mynd].

Þarna erum við komin vel áleiðis með plánetuna okkar. Hún er samt ekki alveg tilbúin. Prófiði að rendera og sjá hvernig ljósið gefur skemmtilegann effect.

III. Material

Það er frekar erfitt að gera materialið sem ég setti á plánetuna. Það fylgdi með pakkanum þegar ég installaði þannig ég set það hingað. Setjið [þetta] Material á plánetuna til að fá meira “destruction” look.

Takk fyrir mig og gangi ykkur vel. Ég vona að einhverjir þarna úti geti skemmt sér af þessu, því þetta tók mig 2 tíma :)
Varist að hafa orðið “vefstjóri” í undirskrift því þá tekur *vefstjóri það út! :) Vinsamlegast hafið ekki fleiri en 4 línur í undirskrift.