Hægar hreyfingar vatns yfir líkama, öldur í sló mó, kona stingur sér í sund tekin úr ofurflottu sjónarhorni… Manni líður eins og það sé verið að auglýsa eitthvað ofursvalt og inn. En svo segir einhver, komdu í sund,,,,…

Auglýsingin sem ég er að lýsa er fyrir ÍTR. Við fyrstu sýn og í raun allar sýnir eftir það sannfærist maður um það að svona auglýsingastíll er hreint kjaftæði þegar verið er að koma á framfæri jafn venjulegum hlut og að hvetja fólk til að koma í sund og sánu.
Eru skilaboðin sú að það sé svo inn og kúl að koma að synda nokkrar ferðir? Afþví daman flýgir svo flott ofan í laugina í hægspilun og vatnið rennur sexý niður bakið á henni?

Ég nefni aðra auglýsingu fyrir 1944 réttina. Fínn matur og algjör lifesaver fyrir piparsveina með lítinn tíma eða lata foreldra með marga munna. Matur fyrir sjálfstæða íslendinga segir lógóið en fólk hugsar lítið um það, heldur bragð og gæði.

Samt reynir auglýsingin að troða því inn í höfuð fólks að það eigi að kaupa og éta örbylgjuréttina vegna þess að það er töff. Ofurkúl myndataka, fallegt fólk og svalar klippingar skilja mann eftir með eina spurningu,,, hvað var verið að auglýsa? Mat eða leikstjórann sjálfan sem á þá ósk heitasta að komast í kvikmyndabransann og gera næstu Snatch?
Ég yrði ekki hissa ef þessar tvær auglýsingar eru gerðar af sama manni, einhverskonar Ara Magg sjónvarpsauglýsinganna, inn fólk, súpersvalt umhverfi og rétt valdar litsíur í slow motion og glænýjum sjónarhornum. Ok, slíkt er réttlætanlegt ef viðkomandi er að búa til auglýsingu fyrir X-18 skó….

Niðurstaða mín er sú að svona auglýsingar ná engum tengslum við það sem verið er að auglýsa. Misgáfuð skilaboðin séu sú að varan sé mönnum boðleg ef þeir eru inn og nógu tískuþenkjandi, og fá sér þá auðvitað örbylgjupakkað lasagna…


Glúbbi
—–