Það er nú alllangur tími liðinn frá því ég sendi síðast inn grein. Ætli það hafi verið útaf því mér hefur lítið fundist til þess sem fyrirfinnst á grafík og kannski Huga líka. Það sem ég er að reyna að koma frá mér er náttúrulega hlutur sem flestir þekkja. T.d. hérna á grafík. Það voru núna að koma inn stjórar á þetta áhugamál sem er fínnt og ekkert út á það að setja. Þeir eiga að passa uppá áhugamálið grafík, að það haldist sæmilega gangandi og sökkvi ekki niður í það að vera nöldurvefur. Finnst mér vanta sárlega meiri umfjöllun um td 3d grafíko og forritin. En ég ætla að stoppa þarna.

Þrívíddargrafík er ört vaxandi atvinnugrein í heiminum í dag. Hún er notuð í nánast allt sem viðkemur hönnum og það er varla að þú sjáir auglýsingu hvað þá bíómynd í dag sem ekki var notuð 3D að hluta til. Fyrir þá sem hafa áhuga á 3D og vilja vinna við hana í framtíðinni ættu ekki að þurfa að hafa áhyggjur af lágum launum, því þetta eru mjög vel borguð störf. Hins vegar fyrir þá sem vilja læra þetta og starfa sjálfstætt er önnur saga. Til að byrja með er ekki hægt að læra 3D animation hér á íslandi nema á námskeiðum sem eru einungis fyrir byrjendur og covera bara basic hluti í sambandi við forritin sem unnið er á. Autocad og 3D studio Max eru vinsælustu forritin á þessum námskeiðum. Maya er einnig inní myndinni, en það er mjög dýrt forrit og nokkuð flóknara en maxinn. Eitt forrit í viðbót sem er eitt vinsælasta forritið hjá brellumeisturum og tölvuleikjafyrirtækjum er Softimage. Án vafa eitt stærsta nafnið í 3D geiranum. Final Fantasy myndin var td öll gerð í Softimage.
Fyrir fólk eins og mig sem langar að læra þessa hluti og gera þá á almennileg forrit þá er því miður enginn annar kostur heldur en að fara út fyrir landsteinana. Mjög kostnaðarsamt. Auðvitað er hægt að kaupa “do it your self” bók út í búð en þá ertu að missa af dýrtmætri reynslu sem fylgir því að fara í skóla og allri þeirri þekkingunni sem kennararnir gætu lumað á.
Ég hef leitað víða að skólum og það er einn sem er algjört afbragð. Hann heitir Full Sail og er staðsettur rétt utan við Orlando í Florida. Eini gallinn við hann eru tæpar 4 milljónir fyrir 14 mánaða nám og engin háskólagráða.

Ef einhver hefur eitthvað að bæta við þetta endilega gerið það því ég hafði hugsað mér að nota þessa grein til að rúlla af stað smá þróunarbyltingu hérna á grafík. Breikka sviðið sem grafíkin er og leyfa þeim sem eru ekki að vinna við grafík heldur mundu vilja, að njóta þess líka að koma hingað.

Takk fyrir mig, Dolphin