Mig langar aðeins til að fræða ykkur um “Usenet” og þann fjársjóð sem hægt er að nálgast þar. Það á svo sem ekki einungis við um “grafíkera” heldur alla sem eru að leita að upplýsingum og alls konar “resources”. Ef að þú þekkir “Usenet” þá er þessi grein ekki fyrir þig. Hún er hugsuð fyrir þá sem þekkja það ekki.

“Usenet” er kerfi sem byggir á “Network News Transfer Protocol (NNTP)”. Tilgangur þess er að gefa fólki um allan heim vettvang til þess að skiptast á skoðunum og skjölum. Þetta kerfi hefur verið starfrækt síðan 1979 og ef einhver hefur áhuga á að kynna sér sögu þess, þá er hægt að lesa um hana t.d. <a href="http://www.faqs.org/faqs/usenet/software/part1/ “ target=”_blank“>hér</a>.

Jæja, hvað er svona merkilegt við “Usenet”? Það sem er merkilegast er sú staðreynd að þar er hægt að nálgast ógrynni upplýsinga um alla skapaða hluti. “Usenet” er byggt upp þannig að því er skipt upp í flokka (“groups”) eftir efni þess sem þar er fjallað um. Reyndar er ekki einungis hægt að nálgast upplýsingar á “Usenet” heldur einnig alls konar skjöl. Dæmi um “groups” á “Usenet”:

alt.binaries.sounds.audiobooks
alt.video. divx
alt.binaries.fonts
alt.design.graphics

“alt” stendur fyrir “alternative”. Það eru til fleiri flokkar og fjöldi “news groups” skiptir tugum þúsunda. Sumir eru mjög lifandi og mikið að gerast en á öðrum er lítið líf.

Flokkarnir skiptast í tvennt eftir því hvort þeir eru “binary” eða ekki. Ef að flokkur er “binary” þá þýðir það að þar má “pósta” og sækja skjöl eins og myndir, fonta, mp3 o.sv.frv. T.d. sérhæfir flokkurinn “alt.binaries.sounds.audiobooks” í umfjöllun og miðlun hljóðbóka, yfirleitt á mp3 formi.

Á þeim “grúppum” sem eru ekki “binary” má einungis “pósta” texta

Til þess að komast inn í “Usenet” þarf tvennt: Svokallaðan “news reader” og svo þarf maður að hafa “news provider”.

<a href=”http://xnews.newsguy.com/“ target=”_blank“>Hér</a> er t.d. hægt að nálgast ókeypis “news reader” fyrir pc tölvur: Það er til fullt af hugbúnaði til að lesa og “pósta” á “Usenet” og of langt mál að telja upp öll forrit hér.

Það eru bæði til ókeypis “news providers” og einnig fjöldi slíkra sem þarf að greiða fyrir aðgang. Flestir “ISP (Internet Service Providers) sem fólk tengist bjóða upp á aðgang að “Usenet”. Ef fólk er einungis að leita að upplýsingum þá er nóg að notast við ókeypis “news provider” en ef fólk vill geta sótt t.d. DivX myndir og hljóbækur þá er betra að kaupa aðgang að sterkum “provider”. Ég nota t.d. <a href=”http://www.teranews.com/“ target=”_blank“>Teranews</a> og borga fyrir það USD 11,95 á mánuði. Þá má ég sækja allt upp í 750 MB á dag.

Ég mæli með að fólk, með áhuga á grafík, skoði t.d. þessar “news groups”:


alt.binaries.fonts
alt.binaries.fonts.fl oods
alt.design.graphics
comp.graphics.apps.photoshop
alt.binaries.pictures.fine-art
alt.binaries.photos.o riginal

Þetta eru bara nokkrar af þeim grúppum sem ég mæli með. T.d. er alltaf verið að “pósta” fontum á “fonts” grúppunum tveimur, sem eru nefndar hér að ofan. Þar fer líka fram fagleg umfjöllun um “typography”. Það er mikinn fróðleik að finna á þessum grúppum.

Hér eru fleiri upplýsingar:

<a href=”http://www.faqs.org/faqs/usenet/what-is/part1/“ target=”_blank">What is Usenet?</a>


Kveðja,

Hlynu