B&W Nautilus Þetta er hátalari sem Bowers & Wilkins eða betur þekkt sem B&W framleiða. Þessi hátalari er sá allradýrasti sem þeir framleiða og líklega einnig með þeim dýrustu hátölurum sem framleiddir eru í heiminum, en parið er metið á um 45 þús. dollara eða um 3.4 milljónir ísl.

Nokkur virt hjómtækjatímarit hafa fengið að prufa þessa hátalara og eru þeir sammála um það að þetta séu bestu hátalarar sem mannkynið getur smíðað og þeir séu viðmiðun fyrir alla aðra hátalara sem smíðaðir eru.

Hátalaranir eru seldir í pörum og handsmíðaðir eftir pöntunum. Það tekur um 3 vikur að smíða eintökin.

Hátalararnir eru mjög þungir eða 110Kg. hver. Reyndar er botnplatan ein og sér 50Kg.
Tæknilegar upplýsingar:

Frequency Response: 25Hz - 20kHz +/- 0.5 dB on axis
Frequency Range: 10Hz - 25kHz -6 dB on axis
Power Handling: 100W-500W, each transducer (500W for the low freq. driver)
Þyngd: 110Kg, hver hátalari.

Endilega kíkið á heimsíðu Bowers & Wilkins og skoðið nánar þessa ótrúlegu hátalara. Þið getið download'að bækling af heimsíðu þeirra til að sjá skemtilegar myndir og fleira.
Kveðja,