Græjuperrinn verður haldinn í kjallara Hins Hússins, laugardaginn 17. mars frá 14-17.00.
Góður vettvangur til að sýna eða selja hljóðfæra- og effektagræjurnar sínar eða skoða og skiptast á græjum við aðra.
Hljóðfærabúðirnar RÍN og Hljóðfærahúsið verða með bása á svæðinu þar sem þær kynna spennandi vörur úr verslunum sínum.
Magnarar verða á staðnum svo hægt verður að prufa hljóðfærin.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt þá er skráning í síma 4115500 eða á hitthusid@hitthusid.is.
Öllum er velkomið að koma og kíkja á úrvalið og mögulega bæta nýjum græjum í safnið sitt.
Sjáumst þar!